Bánh Mí - Flatey Pizza - Gaeta Gelato - Kröst - Fjárhúsið - Fuego
Bánh Mí
Hjá Bánh Mi er boðið upp á ekta víetnamskan götumat, bánh mí samlokur sem sköpuðust við samruna víetnamskrar og franskrar matarhefðar.
Bánh mí samlokur urðu til á götum Víetnam en eru nú heimsþekktar enda engu líkar. Þær eru jafnan samsettar úr grilluðu kjöti, fersku og súrsuðu grænmeti og kryddjurtum. Forsprakki Bánh Mí er Davíð Viet Quoc og fjölskylda en matreiðsla samlokanna hefur fylgt fjölskyldunni í margar kynslóðir.
Gaeta gelato
Gaeta Gelato er ítalskur ís eins og hann gerist bestur.
Í 25 ár höfum við unnið að því að fullkomna handbragðið við framleiðslu á gelato-ís. Nú erum við flutt frá Ítalíu og ætlum að kynna Íslendinga fyrir töfrum gelato-íssins. Gelato-ísinn okkar er ávallt nýlagaður, gerður bæði úr íslensku úrvalshráefni svo sem mjólk, rjóma og skyri sem og ítalskri gæðavöru líkt og pistasíum frá Sikiley og heslihnetum frá Piemonte. Öllu er svo blandað saman af natni svo úr verður gelato upplifun ólík öllu öðru!
FLATEY PIZZA
Flatey reiðir fram pítsur samkvæmt aldgömlum hefðum frá suður-Ítalíu. Hér má segja að „slow food“ mæti „fast food“, en deigið á Flatey er látið þroskast í minnst 24 klukkustundir á meðan pítsan bakast á aðeins 60 sekúndum við 500 gráðu hita.
Einföld hráefni af miklum gæðum einkenna pítsurnar; deigið inniheldur einungis hveiti, vatn, sjávarsalt og náttúrulegt ger, sósan er ekki annað en maukaðir tómatar og einungis er notaður ferskur mozzarella-ostur.
FjÁRHÚSIÐ
Fjárhúsið sérhæfir sig í íslensku lambakjöti. Við veljum að nota íslenskt hráefni sé það hægt.
Okkur er annt um umhverfið, matarsóun, kolefnisfótspor og hreinleika matvæla. Borgari, Kotilettur, samloka, pita, vefja, kjötsúpa, svið, flatkaka og grilluð spjót. Skolað niður með gosi, vatni, öli eða hanastélum.
KRÖST
Kröst leikur á strengi tímans til að elda mat í hæsta gæðaflokki. Kokkarnir hjá Kröst taka sér tímann sem þarf svo þú getir notið máltíðarinnar þegar hún er fullkomin.
Kokkarnir hjá Kröst grilla og hægelda þurrhangið kjöt. Vínið þeirra hefur þroskast árum saman við hárréttar aðstæður.
Yfirkokkur Kröst er Böðvar Lemacks sem sleit kokkaskónum á Argentínu steikhúsi og Grillmarkaðnum.